top of page

Fyrstu ummerki feminismans

 

 

Rætur kvennabaráttunnar liggja í Frakklandi. Olympe de Gouges fæddist 7. maí árið 1748 í Suður-Frakklandi. Hún var rithöfundur og var meðal fyrstu kvenna til að berjast fyrir jafnrétti. Olympe skrifaði andsvar við mannréttindayfirlýsingu frönsku byltingarinnar árið 1791. Í yfirlýsingunni var ekki talað um réttindi kvenna og urðu þær margar ósáttar við það enda höfðu konur gegnt mikilvægu hlutverki í frönsku byltingunni sem átti að útrýma óréttlæti og mismunun. Í andsvarinu bætti Olympe við atriðum sem henni fannst vanta í yfirlýsinguna. Hún skrifaði líka á áróðursveggspjöld sem hún hikaði ekki við að dreifa um alla París. Svo fór að lokum að skrif hennar ofbuðu mönnum í valdastöðum og var hún send undir fallöxina árið 1793.

 

 

Mary Wollstonecraft  skrifaði áhrifamikla bók sem vakti mikla athygli í Englandi, A Vindication of the Rights of Women, 1793. Að henni látinni 1797 skrifaði eiginmaður hennar ævisögu hennar, þar sem hann segir m.a. frá mörgum tilraunum hennar til að fyrirfara sér. Þetta dró verulega úr vinsældum bókarinnar en það var ekki fyrr en 20. aldar feministar grófu hana upp og lásu sem hún náði fyrri vinsældum. Wollstonecraft kveikti neistann sem varð að báli.

 

 

bottom of page