Frakkland og England
Það er áhugavert að skoða löndin sem Mary Wollstonecraft og Olympe de Gouges komu frá, Bretland og Frakkland, og sjá hver staðan er í jafnréttismálum þessara landa sem byrjuðu kvenréttindabaráttuna sem átti eftir að breiðast um allan heim. Hér berum við saman Ísland, England og Frakkland.
Heimavinnandi konur:
Nú í dag er Ísland meðal þeirra 10 bestu landa til að lifa í. Á Íslandi eru flestar konur á vinnumarkaði (hlutfallslega). Í gamla daga var tvöfalt vinnuálag á konum. Þær sinntu heimilisstörfum meðan karlarnir sinntu útistörfum. Þegar þeirra vinnutíma lauk urðu konurnar að hjálpa þeim úr fötunum og gera þau tilbúin fyrir næsta dag. Þetta gat þýtt nokkurra klukkustunda vinnu sem konur unnu umfram karla. Þegar árin liðu og konur voru farnar í vinnu utan heimilis þurftu þær einnig að sjá um heimilið og börnin. Tvöfalda vinnuálagið var og er því miður enn til staðar.
Í Frakklandi báru konurnar ábyrgð á heimilinu og börnunum, auk þess að þurfa að þjóna húsbóndunum. Á 19. öld unnu fáar konur utan heimilisins en reyndu þó margar að fá sér störf sem þær gætu sinnt heima hjá sér. Dæmi um þannig störf var t.d. að gerast sauma- og/eða þvottakona. Í dag hafa heimavinnandi mæður í Frakklandi það gott og er ekki mikið lagt upp úr að þær fari í vinnu utan heimilis. Líkurnar á að kona verði ráðin í starf minnka einnig við hvert barn sem hún eignast.
Í Bretlandi segjast 77% kvenna að þær vilji að karlmaðurinn sjái fyrir búi og fjölskyldunni. Þar geta konur með tvö börn eða fleiri átt von á að þéna 25% minna en barnlaus kona.
Konur í löndum innan Evrópusambandsins eyða um 26 klukkustundum á viku í að sjá um heimilið á meðan karlarnir eyða aðeins um 9 klukkustundum í það.
Launamunur kynjanna:
Konur víða um heim þéna 77% af því sem karlar þéna. Konur í öllum löndum hafa almennt lægri laun en karlar og eru kvennastörf yfirleitt verr metin til launa en karlastörf.
Í Frakklandi hafa karlar 15,2% hærri laun en karlar og í Bretlandi er ástandið verra því þar hafa karlar 19,7% hærri laun en konur.
Ísland er nær Frakklandi því konur þar þéna 15,7% minna en menn.
Háskóli/skóli:
Hlutfallslega séð fá fleiri konur í Frakklandi háskólagráðu en annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Árið 1861 varð Julie-Victoire Daubié fyrsti kvenkyns nemandinn en háskólar opnuðu dyr sínar fyrir konum um 1880.
Á Íslandi var konum veitt heimild til að taka próf frá Lærða skólanum í Reykjavík en óheimilt að sitja í honum árið 1886. Þrettán árum síðar varð Elínborg Jacobsen fyrsta konan til að taka stúdentspróf og gerði það utan skóla. Það var ekki fyrr en 1904 sem konum var heimilað að sitja í Lærða skólanum. Í dag eru 65% þeirra sem útskrifast úr háskólum á Íslandi konur á meðan karlar eru 35%.
Í Bretlandi búa fleiri karlar en konur en samt eru 55% nemenda í háskólum konur. 45% eru karlar.
Stjórnmál:
Í Frakklandi eru 151 kona á þjóðþingi af 577 sætum. Það þýðir að 26,2% séu konur.
Í Bretlandi eru 650 þingsæti og sitja þar 148 konur sem eru 22,8%.
Á Íslandi er hlutfall kvenna í stjórnmálum einna hæst miðað við önnur lönd. 41,3% þingmanna eru konur. Þær sitja í 26 þingsætum af 63.
Kosningaréttur kvenna (einnig litið á Nýja Sjáland):
Í september 1893 varð Nýja Sjáland fyrsta landið til að veita konum kosningarétt. Ísland var 24. landið/ríkið sem veitti konum kosningarétt. Það árið 1915 og urðu konur að vera 40 ára og eldri. Aldurinn lækkaði í 25 ár fimm árum seinna og var þá jafnrétti kynjanna náð í kosningum. Í dag er kosningaaldurinn kominn niður í 18 ár, óháð kyni.
Konur yfir þrítugt í Bretlandi fengu að kjósa ef þær uppfylltu ákveðin skilyrði. Þær sem voru þá kosningahæfar voru bara 40% kvenna í landinu. Karlar máttu hins vegar kjósa væru þeir 21 árs gamlir. 1928 voru sett lög um jafnan kosningarétt karla og kvenna og fengu þá bæði kyn að kjósa 21 árs. Jafnrétti kynjanna í kosningum var náð.
Konur í Frakklandi fengu kosningarétt 1944 og nýttu sér hann bæði í sveitastjórnar- og þjóðarkosningum ári seinna.